25. nóvember 2011 |
Jólamarkaðurinn í Nesi fyrstu helgina í aðventu
Jólamarkaðurinn í Kaupfélagshúsinu í Króksfjarðarnesi sem er fyrir löngu orðinn fastur liður og fjölsóttur viðburður á hverju ári verður núna um helgina, fyrstu helgi í aðventu. Opið verður bæði laugardag og sunnudag kl. 13-17. Bóka- og nytjamarkaðurinn sem rekinn er yfir sumarið verður á sínum stað, fyrir utan allt annað. Kvenfélagið Katla í Reykhólahreppi selur vöfflur. Tilvalið tækifæri að sýna sig og sjá aðra (og kaupa sitthvað til jólanna).
Samtök og félög sem standa að jólamarkaðinum í Nesi að þessu sinni eru (í stafrófsröð) - og mannskapurinn hlakkar auðvitað til að sjá sem allra flesta í jólaskapi:
- Björgunarsveitin Heimamenn
- Handverksfélagið Assa
- Krabbameinsfélag Breiðfirðinga
- Kvenfélagið Katla
- Lionsdeild Reykhólahrepps
- Nemendafélag Reykhólaskóla
- Starfsmannafélag Barmahlíðar
- Vinafélag Barmahlíðar
- Vinafélag Grettislaugar
Sjá einnig:
Lionsfólk í Reykhólahreppi selur Bækurnar að vestan