Tenglar

25. nóvember 2014 | vefstjori@reykholar.is

Jólamarkaðurinn í Nesi um næstu helgi

Hinn árlegi og sívinsæli sameiginlegi jólamarkaður ýmissa félaga verður haldinn í Vogalandi í Króksfjarðarnesi um næstu helgi, 29.-30. nóvember, fyrstu helgina í aðventu. Opið verður bæði laugardag og sunnudag kl 13-18. Kvenfélagið Katla verður með kaffi og meðlæti til sölu.

 

Seljendur á markaðinum:

  • Kvenfélagið Katla
  • Handverksfélagið Assa
  • Vinafélag Barmahlíðar
  • Lionsdeildin í Reykhólahreppi
  • Nemendafélag Reykhólaskóla
  • Björgunarsveitin Heimamenn
  • Krabbameinsfélag Breiðfirðinga

- Hlökkum til að sjá ykkur öll í jólaskapi!

 

Athugasemdir

Mæja Maack, fstudagur 28 nvember kl: 14:42

Þð er svo mikið að gera í félagslífinu að maður er móður.. élagsvistin í gærkveldi var fín, leikritið um daginn hin albesta skemmtun og nú er nemendahátíð í kvöld og markaður á morgun fyrir vakt. Þetta er svo indælt. Hver þarf 101?

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29