21. nóvember 2016 | Umsjón
Jólamarkaðurinn í Nesi um næstu helgi
Árlegi jólamarkaðurinn okkar verður haldinn í Kaupfélaginu í Króksfjarðarnesi fyrstu helgina í aðventu, 26. og 27. nóvember. Opið kl. 13-17 báða dagana. Til sölu verður ýmiss konar handverk, bækur, jólakort, jólapappír, dagatal Kvenfélagins Kötlu, salernispappír og svo margt, margt fleira.
Kaffi og meðlæti verður einnig til sölu. Posi á staðnum og hægt að greiða eftir mánaðamót.
Nikkólína mun spila jólalög á laugardeginum.
Hlökkum til að sjá ykkur öll í jólaskapi.
Handverksfélagið Assa
Kvenfélagið Katla
Lionsdeildin Reykhólum
Félagsmiðstöðin Skrefið
Björgunarsveitin Heimamenn
Krabbameinsfélag Breiðfirðinga