4. desember 2019 | Sveinn Ragnarsson
Jólapeysuhlaupið/gangan 7. des.
Nú er desember genginn í garð með öllu sínu jóladúlleríi, smákökuáti, hámhorfi á yndislegar jólamyndir eins og Home Alone og Die Hard og svo maður gleymi nú ekki súkkulaðidagatölum.
Núna á laugardaginn 7. desember munum við hafa fyrsta “árlega” jólapeysuhlaupið eða jólapeysugönguna.
Þrjár vegalengdir eru í boði:
- 4 km, Ræst hjá sundlauginni kl. 14:00 hlaupið upp Grettiströðina og beygt til hægri á Hellisbrautinni og hlaupið upp að Ristahliðinu þar er snúið við síðan er hlaupið framhjá Kirkjunni og beygt til vinstri á Hellisbrautinni en í staðin fyrir að beygja niður að sundlaug hlaupa hlauparar auka Reykhólahring.
- 2,5 km, Ræst hjá sundlauginni kl. 14:00 hlaupið upp Grettiströðina og beygt til hægri á Hellisbrautinni og hlaupið upp að Ristahliðinu þar er snúið við og hlaupið aftur sömu leið niður að sundlaug.
- 1,5 km. Ræst hjá sundlauginni kl. 14:00 hlaupið upp Grettiströðina og beygt til hægri á Hellisbrautinni og hlaupinn einn Reykhólahringur og endað við sundlaugina.
Að hlaupi loknu fá allir þátttakendur heitt kakó og frítt í sund þar sem við munum spila jólalega tónlist á sundlaugarbakkanum.
Veðurspáin er okkur hliðholl (eins og staðan er í dag) en þó eru nokkur atriði sem hlauparar þurfa að hafa í huga:
- Mannbroddar
- Endurskin
- Húfu og vettlinga
- Góðan innanundirfatnað.
- Jólapeysu, jólasokka, jólaseríur, jólasveinahúfu o.s.frv til að vera í réttu stemningunni.
- Muna að koma með sundfötin sín (hægt að fá að geyma þau inni í sundlaug.)
Sjáumst hress við Grettislaug á laugardag