Tenglar

22. desember 2010 |

Jólatré höggvin ófrjálsri hendi í Þorskafirði

Grenitré í Skógum.
Grenitré í Skógum.
Undanfarin ár hafa umsjónarmenn Skóga í Þorskafirði boðið íbúum Reykhólahrepps að koma í Hnausaskóg þegar þeir vilja og njóta þess sem skógurinn hefur að bjóða. Þetta hefur verið gert bæði í ræðu og riti. Fólk hefur í einhverjum mæli notfært sér þetta, tínt sér ber í fötu, gengið til sveppa eða bara notið þess skjóls og yndis sem skógi vaxið land býður.

 

Skógur hefur margvíslegt gildi fyrir þá sem vilja njóta hans. Hnausaskógur er engin undantekning að þessu leyti. Þar eru margar tegundir trjáa og blóma, óhemju berjaspretta og urmull sveppa.

 

Menntunargildi skógar fyrir börn er ótvírætt. Þarna læra þau um barrtré og lauftré og mismunandi eiginleika þeirra. Þau læra líka að umgangast náttúruna af virðingu.

 

Við, umsjónarmenn Skóga, viljum sannarlega að Hnausaskógur verði opinn öllum sem vilja njóta náttúru hans. Eina skilyrðið sem við setjum er að gengið sé um af heiðarleika og virðingu.

 

Þess vegna biðjum við þá aðila, sem finnst að þeir geti tekið tré ófrjálsri hendi, að hætta að höggva barrtré í Skógum til að nota sem jólatré í stofunni sinni. Þessi iðja hefur því miður verið stunduð undanfarin ár í nokkrum mæli og það eru ekki góð skilaboð til barnanna okkar að fara með þau út í skóg og stela tré.

 

- Björg Karlsdóttir.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31