2. desember 2013 | vefstjori@reykholar.is
Jólavarningur úr Nesi fáanlegur á ýmsum stöðum
Þótt jólamarkaðurinn í Króksfjarðarnesi hafi runnið sitt skeið að þessu sinni, þá eru bækurnar, hljómdiskarnir og dagatal kvenfélagsins áfram fáanleg í Hólakaupum, vörur nemendafélagsins í Reykhólaskóla, Vinafélag Barmahlíðar er með varning til sölu í Barmahlíð og þeir sem vilja nálgast handverksvörur geta haft samband við Sóleyju í Nesi, Ingibjörgu í Garpsdal eða Svein á Svarfhóli.
„Gaman hvað þessi jólamarkaður hefur vafið utan á sig jafnt og þétt“, segir Sveinn Ragnarsson, einn þeirra sem stóðu að markaðinum. Hann tók myndina sem hér fylgir.