Tenglar

8. nóvember 2012 |

Jón Friðriksson á Gróustöðum 85 ára

Hjónin Þuríður Sumarliðadóttir og Jón Friðriksson á Gróustöðum á jólum fyrir nokkrum árum.
Hjónin Þuríður Sumarliðadóttir og Jón Friðriksson á Gróustöðum á jólum fyrir nokkrum árum.
1 af 3

Jón Oddur Friðriksson á Gróustöðum við Gilsfjörð er 85 ára í dag, þann 8. nóvember. Hann ber aldurinn vel, er snemma á fótum á hverjum morgni og kominn út til að gefa hænunum. Hann er bifvélavirki af guðs náð og alltaf eitthvað að sýsla. Í kjallaranum er Jón með renniverkstæði og hefur þar nóg að iðja. Núna í vor keypti hann bíl til að nota sem húsbíl, smíðaði í hann innréttingu og svo var farið í reisu.

 

„Hann er óskaplega vinnusamur, eiginlega vandræði að halda aftur af honum í heyskapnum,“ segir tengdasonurinn Bergsveinn Reynisson (Beggi á Gróustöðum).

 

Árið 2012 hefur annars verið allmikið afmælisár á Gróustöðum. Friðrik Jónsson varð 55 ára, Signý Magnfríður Jónsdóttir (Magga eiginkona téðs Begga) 50 ára og Bjarki Stefán Jónsson 45 ára.

 

Smellið á myndirnar til að stækka þær.

 

Athugasemdir

Hrafnhildur Reynisdóttir, fimmtudagur 08 nvember kl: 09:55

Heiðursfólk heima að sækja - Hjartanlega til hamingju!

Bjarni Ólafsson frá Króksfjarðarnesi, fimmtudagur 08 nvember kl: 12:06

Innilegar hamingjuóskir á afmælisdaginn, kæri vinur.
Bestu kveðjur,
Bjarni

Ingi B Jónasson, fimmtudagur 08 nvember kl: 13:53

innilegar hamingjuóskir með daginn og njóttu hans vel ,kærar kveðjur .

Guðjón D. Gunnarsson, fimmtudagur 08 nvember kl: 14:32

Innilegar hamingjuóskir gamli félagi.
Bestu kveðjur
Dalli

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Aprl 2025 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30