3. janúar 2011 |
Jóna Valgerður sæmd riddarakrossi fálkaorðunnar
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.
Frá athöfninni á Bessastöðum á nýársdag 2011. Jóna Valgerður er í miðjum hópi. Mynd: Forsetaembættið.
Það er ekki á hverju ári sem fólk búsett í Reykhólahreppi hlýtur hina íslensku fálkaorðu úr hendi forseta Íslands á Bessastöðum. Núna á nýársdag varð Jóna Valgerður Kristjánsdóttir í Mýrartungu II þessa heiðurs aðnjótandi. Þá fékk hún riddarakross fyrir framlag sitt til félagsmála á landsbyggðinni. Á sínum tíma var Jóna Valgerður alþingismaður fyrir Vestfjarðakjördæmi en síðar sveitarstjóri og oddviti í Reykhólahreppi, auk þess að gegna fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum.
Árið 1985 hlaut Játvarður Jökull Júlíusson, bóndi, fræðimaður og rithöfundur á Miðjanesi, riddarakross fyrir fræði- og félagsmálastörf. Hann gegndi fjölbreyttum trúnaðarstörfum fyrir hérað sitt. Fræðistörfin og bækurnar hans munu þó einkum halda nafni hans á lofti um langa framtíð.
Ef einhverjir lesendur minnast þess að fleiri íbúar héraðsins hafi hlotið fálkaorðuna væri gaman að frétta af því.
Málfríður Vilbergsdóttir, mnudagur 03 janar kl: 12:10
Kæra Jóna Valgerður!
Innilegar hamingjuóskir með þennan heiður.
Bestu kveðjur Málfríður og Þráinn Hríshóli