Tenglar

23. júní 2011 |

Jónsmessukvöld: Fiskiveisla og varðeldur í Bjarkalundi

Veglegt fiskihlaðborð verður í Bjarkalundi í Reykhólasveit að kvöldi Jónsmessunnar sem er á morgun, föstudaginn 24. júní, og varðeldur fyrir utan. Opnað verður fyrir hlaðborðið kl. 18.30 og munu kokkarnir halda því fersku fram til kl. 21. Meðal þess af fiskitagi sem á borðum verður (fyrir utan annað sem við á að éta) eru steinbítur, blálanga, steinbítskinnar, gellur, saltfiskur, ýmsar útgáfur af síld, rækjur og að sjálfsögðu þorskur og ýsa. Einnig - og að sjálfsögðu: Heimaveiddur silungur úr Berufjarðarvatni við Bjarkalund, bæði reyktur og grafinn. Varðeldurinn verður kveiktur kl. 21.30.

 

30.05.2011  Væn bleikja veiðist í Berufjarðarvatni

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31