17. júní 2015 |
Jónsmessutónleikar Bjartmars Guðlaugssonar
Núna á laugardagskvöld, 20. júní, heldur Bjartmar Guðlaugsson tónleika í Leifsbúð í Búðardal. Þar fer hann í léttu spori yfir tónlistarferilinn og flytur sín þekktustu lög og kannski eitthvað nýtt. Milli laga rifjar hann upp ýmsar skemmtisögur sem tengjast textunum.
Tónleikarnir byrja kl. 22 og standa í tvo tíma með fimmtán mínútna hléi. Aðgangseyrir er 2.500 krónur.