Tenglar

30. desember 2012 |

Jú, það var orðið svolítið kalt

Erna í Gufudal.
Erna í Gufudal.

„Við höfum haft það alveg ótrúlega gott - samt vorum við nú ósköp fegin þegar rafmagnið kom. En þetta er bara partur af prógramminu að búa úti í sveit!“ sagði Erna Ósk Guðnadóttir í Gufudal hin hressasta í spjalli við vefinn núna í kvöld. „Jú, það var orðið svolítið kalt en við klæddum okkur bara vel, og svo erum við með lítinn gashitara.“

 

Rafmagnsleysið í Gufudal stóð hátt í tuttugu tíma eins og í Djúpadal (sjá fréttina hér á undan) og gsm-sambandið virðist hafa verið úti jafnlengi á báðum stöðum. Ekki er vararafstöð hjá þeim Ernu og Helga í Gufudal.

 

„Fyrir utan gemsana erum við bara með þráðlaust símtæki sem ekki var hægt að nota meðan rafmagnslaust var, og þegar gemsarnir duttu út vorum við alveg símalaus. Ég held að förum nú að fá okkur venjulegan gamlan síma!“ segir Erna.

 

28.12.2012 Hæstánægð með móttökurnar í héraðinu

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30