10. ágúst 2009 |
Júlí var metmánuður hjá Breiðafjarðarferjunni Baldri
Breiðafjarðarferjan Baldur hefur verið þéttsetin farartækjum og farþegum í allt sumar. Baldur fer tvær ferðir á dag milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey í hvert sinn. Viðkoman í Flatey er því fjórum sinnum á dag en stutt í hvert sinn, eingöngu til að skila af sér farþegum og farangri og taka nýja auk þess að dæla vatni á vatnstank eyjaskeggja. Júlí var metmánuður í fólksflutningum hjá Baldri en þá fóru 18.800 farþegar með skipinu og bílaplássið var alltaf fullnýtt.
Frá þessu er greint á vef Skessuhorns.