Tenglar

13. janúar 2015 |

KK-bandið á þorrablótinu á Reykhólum

Kristján Kristjánsson - KK Fréttablaðið/DANÍEL
Kristján Kristjánsson - KK Fréttablaðið/DANÍEL

Þorrablótið árvissa á Reykhólum verður haldið í íþróttahúsinu annan laugardag, 24. janúar. Lionsfélagar sjá um matinn en KK-bandið leikur fyrir dansi. Aldurstakmark 18 ár. Húsið opnað kl. 20. Borðhaldið hefst kl. 20.30 stundvíslega. Miðapantanir hjá Guðrúnu í síma 426 8625 eða 865 5237 og Lóu í síma 434 7715 eða 869 8713 fyrir kl. 22 þriðjudaginn 20. janúar.

 

Miðaverð kr. 6.000 í forsölu, annars kr. 6.500. Aðgangseyrir einungis á ballið er kr. 2.500. Forsala í anddyri íþróttahússins fimmtudagskvöldið 22. janúar kl. 18-20.

 

KK-bandið var stofnað árið 1992 og það ár kom út fyrsta platan, Bein leið. Hún seldist í meira en 20 þúsund eintökum, sem var tvöföld platínusala.

 

Platínuplatan tvöfalda Bein leið

Bein leið, KK-bandið flytur lagið í þættinum Á tali hjá Hemma Gunn árið 1992 (YouTube)

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Aprl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30