Tenglar

18. apríl 2013 | vefstjori@reykholar.is

Kæra Daníels sögð í eðlilegum farvegi

Daníel í fjósinu á Ingunnarstöðum. Ljósm. reykholar.is.
Daníel í fjósinu á Ingunnarstöðum. Ljósm. reykholar.is.

Lögfræðingur í atvinnuvegaráðuneytinu segir í samtali við mbl.is í dag, að afgreiðsla stjórnsýslukæru Daníels á Ingunnarstöðum sé í eðlilegum farvegi. Laust eftir miðjan nóvember eða fyrir fimm mánuðum kærði Daníel til ráðuneytisins þá ákvörðun Matvælastofnunar að svipta hann starfsleyfi. Síðan hefur Daníel hellt niður allri mjólk sem ekki nýtist á búinu. Núna er hann búinn að hella niður yfir hundrað þúsund lítrum af mjólk.

 

Daníel óskaði eftir því við ráðuneytið að hann fengi að selja mjólk meðan verið væri að afgreiða kæru hans. Ráðuneytið hafnaði því vegna þess að það taldi að neytendur ættu að njóta vafans.

 

Daníel sendi í desember inn umsókn til Matvælastofnunar um nýtt starfsleyfi, en stofnunin hafnaði erindinu á þeim forsendum að Hömlur, dótturfélag Landsbankans, væri eigandi jarðarinnar. Bankinn hefur nú höfðað mál fyrir Héraðsdómi Vestfjarða og krafist þess að Daníel verði borinn út af jörðinni.

 

Öll fréttin á mbl.is

 

Sjá einnig:

reykholar.is 17.04.2013 Bréf lögmannsins vegna Ingunnarstaða (+ margir tenglar)

mbl.is 17.04.2013 Krafa um að Daníel verði borinn út

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31