Tenglar

16. júní 2010 |

Kæra tefur störf nýrrar hreppsnefndar

Fyrsti fundur nýrrar hreppsnefndar Reykhólahrepps frestast meðan fjallað er um kærumál íbúa í Flatey vegna sveitarstjórnarkosninganna. „Við fáum ekki umboð til að starfa fyrr en búið er að úrskurða í málinu. Sýslumaður skipaði þriggja manna nefnd sem tekur málið fyrir og ákvarðar í því. Mér skildist að niðurstaða þessarar nefndar ætti að liggja fyrir í dag. Eftir að úrskurður er kveðinn upp hefur kærandi vikufrest til að ákveða hvort hann kæri til ráðuneytis ef hann er ósáttur við úrskurðinn“, segir Gústaf Jökull Ólafsson, oddviti Reykhólahrepps, aðspurður um stöðu mála.

 

Forsendur kærunnar eru að ekki hafi borist auglýsing um kjörfund í Flatey og Flateyingum hafi ekki verið boðið upp á atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Gústaf Jökull segist ekki vita hve lengi kærumálið muni tefja störf nýrrar hreppsnefndar. Ef úrskurðurinn verður á þá leið að kjósa þurfi aftur framlengist tími fráfarandi hreppsnefndar við störf.

 

Nánast engar líkur eru taldar á því að úrskurður falli á þann veg að kjósa skuli á nýjan leik. Fyrir slíku eru engin fordæmi, jafnvel þó að einhver ágalli kunni að finnast á framkvæmd kosningarinnar eða undirbúningi hennar.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30