16. apríl 2011 | 
		
	Kaffihlaðborð hjá Dóru í Skriðulandi
	
		
		Jörfagleði Dalamanna stendur sem hæst eins og hér hefur komið fram. Viðburðir eru á ýmsum stöðum í sýslunni en fyrir fólk í Reykhólahreppi er styst að fara í Skriðuland. Þar verður kaffihlaðborð á morgun, sunnudag, milli kl. 15 og 20. Ekki ætti að spilla að vertinn í Skriðulandi er úr Reykhólasveitinni, Dóra frá Hafrafelli.