21. júní 2014 | vefstjori@reykholar.is
Kaffihús, Gísli og Eyvindur á Reykhólum
Í samstarfi við Gengið um sveit og Kómedíuleikhúsið verður kaffihús og leiksýningar á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum í kvöld, laugardag. Húsið opnað kl 18.30 en sýning hefst kl 19.30. Hægt verður að kaupa veitingar að hætti Bátakaffis fyrir sýningu og í hléi. Elfar Logi Hannesson flytur einleikina um útlagana frægu, Gísla Súrsson og Fjalla-Eyvind.
Tilboðsverð er kr. 3.500 fyrir fullorðna, kr. 1.500 fyrir fyrir grunnskóla- og menntaskólanema en frítt fyrir 12 ára og yngri.