27. október 2014 | vefstjori@reykholar.is
Kaffihús, leikþættir, söngur, grín og gleði
„Endilega taka laugardagskvöldið frá,“ segir Solla Magg (Sólveig Sigríður Magnúsdóttir, formaður leikfélagsins Skruggu. „Þetta verður frábær skemmtun, leikþættir og söngur, grín og gleði, og kaffi og meðlæti í hléinu.“ Þarna er hún að tala um kaffihússkvöld sem efnt verður til í íþróttahúsinu á Reykhólum núna þann 1. nóvember. Fagnaðurinn hefst kl. 20.30 en húsið verður opnað hálftíma fyrr.
Aðgangseyririnn verður kr. 2.500 og leikskrá innifalin.