Tenglar

22. apríl 2014 | vefstjori@reykholar.is

Kaffihús og kvikmyndir á Reykhólum

Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum og Barðstrendingafélagið taka höndum saman og verða með kaffihús í húsnæði sýningarinnar á laugardagskvöld, 26. apríl. Þar verða kynntar kvikmyndirnar sem teknar voru 1959 og 1967 og hafa rúllað á sýningunni síðustu ár. Nú hefur Barðstrendingafélagið látið talsetja myndirnar og gefið þær út á mynddiski undir heitinu Vestureyjar Breiðafjarðar. Það er Ólafur A. Gíslason úr Skáleyjum sem lýsir því sem fyrir augu ber í myndunum.

 

Húsið verður opnað kl. 19.30 og hefst kvikmyndasýningin kl. 20.30. Hægt verður að kaupa veitingar að hætti Bátakaffis. Líka verður hægt að kaupa mynddiskinn á staðnum og síðan í allt sumar á Báta- og hlunnindasýningunni.

 

Vegna takmarkaðs sætafjölda er fólk beðið að hafa samband í síma 894 1011 eða netfanginu info@reykholar.is fyrir laugardaginn til að tryggja sér sæti.

 

Hvetjum alla til að kíkja og eiga góða kvöldstund saman.

 

- Kveðja frá Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31