Tenglar

4. desember 2008 |

Kaffihúsabragur á fullveldishátíð Reykhólaskóla

Á fullveldishátíð Reykhólaskóla, sem var haldin í íþróttahúsinu föstudagskvöldið 28. nóvember, var breytt út af vananum og sköpuð kaffihúsastemning, sem heppnaðist mjög vel. Eins og fyrri ár var foreldrafélagið með kaffisölu og gátu gestir því gætt sér á gómsætu kaffibrauði undir skemmtiatriðum nemenda. Krakkarnir í 1. og 2. bekk klæddu sig upp sem bakarar og sungu piparkökusönginn góða með kennarann sinn, Ástu Sjöfn, í broddi fylkingar. Krakkarnir í 3.-5. bekk fluttu frumsamin ljóð við góðan orðstír. Nemendur 6.- 8. bekkja léku Herramennina skemmtilegu og nemendur í 9.-10. bekk stjórnuðu spurningakeppni ásamt því að kynna atriðin. Kvöldinu lauk með því að hljómsveitin „Smámæltu rassálfarnir" sem skipuð er strákum úr 9. og 10. bekk spilaði þrjú lög við góðar undirtektir gesta.

 

Ekki má gleyma að minnast á piparkökuhúsakeppnina frábæru. Nemendur sáu algerlega um hönnun húsanna sinna og bakstur þeirra. Dómarar gátu ekki gert upp á milli tveggja húsa og voru vinningshafarnir annars vegar Sigurdís og Björgvin og hins vegar Elínborg, Sóley og Eydís.

 

Myndirnar sem hér fylgja tók Óskar Steingrímsson. Smellið á til að stækka og fletta.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31