Tenglar

12. apríl 2016 |

Kannast einhver við verkfærið?

Myndir: Landbúnaðarsafn Íslands.
Myndir: Landbúnaðarsafn Íslands.
1 af 2

Þannig er spurt á vef Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri. „Á dögunum heimsótti heimsíðungur borgfirskt býli. Eftir kaffi með góðgerðum gengum við út að gamalli skemmu. Þaðan, ofan af lofti, dró bóndi fram verkfæri, sem hann kvað lengi hafa verið til á bænum en enginn vissi lengur til hvers það hefði verið notað,“ skrifar Bjarni Guðmundsson prófessor.

 

Gripurinn er gerður úr tré, mjög vönduð smíði, líklega lökkuð upphaflega. Meginhlutinn er trog, 37 cm breitt og um 60 cm langt. Trogið veltur um botn sinn svo úr því má auðveldlega steypa innihaldinu.

 

Sýnilega hefur verið möndull í troginu undir þverspýtunni sem blasir við, möndull til mölunar? Pressunar? Ef til vill þannig að hráefnið hefur færst úr öðrum helmingi trogsins yfir í hinn.

 

Meira hér á vef safnsins

 

Athugasemdir

Umsjón, fstudagur 15 aprl kl: 08:38

Borist hefur svohljóðandi póstur: Ég myndi segja að þetta væri til ostagerðar, notað til að sía ostinn og mysan látin renna frá, með því að setja ostinn (í grisjunni, dúknum eða engu) öðru megin og halla því svo, eða jafnvel til að þykkja skyrið sem ostur.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31