13. mars 2009 |
Karl V. Matthíasson alþingismaður skiptir um flokk
Sr. Karl V. Matthíasson alþingismaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn. „Ákvörðun þessi helgast af því að skoðanir mínar og hugsjónir um sjávarútvegsmál á Íslandi eiga ríkan hljómgrunn í Frjálslynda flokknum. Viðhorf mín á þessu sviði hafa ekki skipað þann sess innan Samfylkingarinnar sem ég hefði kosið á undanförnum tveimur árum, sem kom vel í ljós í niðurstöðum prófkjörs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir skömmu", segir sr. Karl í tilkynningu sem hann sendi frá sér í dag.
Tilkynningu sr. Karls má lesa í heild undir Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni hér til vinstri.