Karl á Kambi í fastanefnd um samgöngumál
Friðbjörg Matthíasdóttir, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar, var kjörin formaður stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga á Fjórðungsþinginu á Þingeyri. Áslaug Guttormsdóttir á Mávavatni, sveitarstjórnarmaður í Reykhólahreppi, var kjörin í varastjórn. Karl Kristjánsson á Kambi, oddviti Reykhólahrepps, var kosinn í fastanefnd sambandsins um samgöngumál, og Vilberg Þráinsson á Hríshóli, varaoddviti Reykhólahrepps, var kjörinn varamaður. Ágúst Már Gröndal sveitarstjórnarmaður á Reykhólum var kjörinn varamaður í menningarráð og Ingibjörg Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur í Garpsdal í Reykhólahreppi var kjörin varamaður í heilbrigðisnefnd Vestfjarða.
Hér má sjá í heild skipan nýrrar stjórnar og nefnda Fjórðungssambands Vestfirðinga. Allar tillögur kjörnefndar voru samþykktar samhljóða.