Tenglar

17. júní 2014 | vefstjori@reykholar.is

Karl á Kambi nýr oddviti Reykhólahrepps

Nýja hreppsnefndin, frá vinstri: Vilberg Þráinsson, Sandra Rún Björnsdóttir, Karl Kristjánsson, Áslaug B. Guttormsdóttir og Ágúst Már Gröndal.
Nýja hreppsnefndin, frá vinstri: Vilberg Þráinsson, Sandra Rún Björnsdóttir, Karl Kristjánsson, Áslaug B. Guttormsdóttir og Ágúst Már Gröndal.

Eins og fram hefur komið varð alger endurnýjun í sveitarstjórn Reykhólahrepps í kosningunum um síðustu mánaðamót. Allir sem áttu sæti í hreppsnefnd báðust undan endurkjöri, eins og heimilt er, og reyndar fleiri sem höfðu áður þjónað og áttu rétt á slíku, og urðu þess vegna alger mannaskipti í sveitarstjórninni að þessu sinni.

 

Hin nýkjörna sveitarstjórn hefur sent vef Reykhólahrepps eftirfarandi til birtingar:

 

 

Reykhólum, 17. júní 2014.

 

Kæru íbúar Reykhólahrepps.

 

Bestu þakkir fyrir það traust sem okkur hefur verið sýnt með kjöri í sveitarstjórn Reykhólahrepps þann 31. maí. Við í nýrri sveitarstjórn tökum vel þeirri samfélagslegu áskorun og ábyrgð sem felst í að sitja í sveitarstjórn fyrir sveitarfélagið okkar næstu fjögur árin, þrátt fyrir að ekkert okkar hafi sóst eftir kjöri. Við ætlum að leggja okkur fram við að starfa af heilindum að málefnum Reykhólahrepps og sinna starfinu af alúð. Framundan er spennandi tími í áhugaverðu starfi með skemmtilegu fólki. Ykkar stuðningur er ómetanlegur, nú sem fyrr, við að stuðla að jákvæðu og góðu samfélagi í sveitarfélaginu.

 

Ný sveitarstjórn hefur nú þegar fundað í þrígang en fyrsti formlegi fundur hennar hefur verið boðaður fimmtudaginn 19. júní kl. 17 í Stjórnsýsluhúsinu við Maríutröð.

 

Karl Kristjánsson verður oddviti sveitarfélagsins og Vilberg Þráinsson varaoddviti.

 

Sveitarstjórn hefur ákveðið að leita samninga við Ingibjörgu Birnu Erlingsdóttur um endurráðningu í embætti sveitarstjóra.

 

Að lokum viljum við þakka þeim fjölmörgu sem gengið hafa til liðs við okkur og samþykkt að sitja í nefndum og embættum fyrir sveitarfélagið.

 

Virðingarfyllst,

Karl Kristjánsson oddviti

Vilberg Þráinsson varaoddviti

Sandra Rún Björnsdóttir

Áslaug B. Guttormsdóttir

Ágúst Már Gröndal

         

Athugasemdir

Eyvindur, mivikudagur 18 jn kl: 10:00

Líst vel á, þetta verður bara gaman hjá okkur öllum, gangi ykkur vel og góða skemmtun.

Steinunn Ólafía Rasmus, mivikudagur 18 jn kl: 12:35

Hér er gott fólk á ferð, óska ykkur velfarnaðar næstu 4 árin.

Ásta Sjöfn, fimmtudagur 19 jn kl: 09:25

Óska ykkur góðs gengis næstu 4 árin.

Björg Karlsdóttir, fimmtudagur 19 jn kl: 22:25

Flott lið fyrir næstu ár. Gangi ykkur vel.648

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31