Tenglar

6. apríl 2014 | vefstjori@reykholar.is

Karrasmölun í Kvenfélagsgirðingunni

Tumi smalar þrjátíu rjúpnakörrum í Kvenfélagsgirðingunni á Reykhólum.
Tumi smalar þrjátíu rjúpnakörrum í Kvenfélagsgirðingunni á Reykhólum.

Óvenjulítið hefur borið á rjúpu í þorpinu á Reykhólum í vetur, að því er kunnugir segja. Síðustu daga hefur þó mátt sjá eina og eina, en í dag brá svo við að nokkrir tugir voru komnir í Kvenfélagsgirðinguna fyrir neðan kirkjuna. Allt voru þetta karrar og voru ofurspakir þannig að þeir högguðust varla þótt gengið væri að þeim.

 

Það kom best í ljós þegar Tómas Sigurgeirsson bóndi á Reykhólum gekk í kringum hópinn og stuggaði við honum í rólegheitum. Trúlega er sauðféð í Reykhólahreppi frárra á fæti í smalamennskum á haustin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31