Tenglar

20. maí 2010 |

Kátar konur á öldungamóti Blaksambandsins

Kátur hópur sjö kvenna frá Reykhólum og Búðardal undir merkjum Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) hélt í Mosfellsbæinn í síðustu viku til að taka þátt í öldungamóti Blaksambands Íslands - Mosöld. Aldurstakmark er 30 ár og því allir keppendur komnir til vits og ára (ef svo má segja). Alls tóku 125 lið þátt í mótinu af öllu landinu og keppt var í 10 deildum í kvennaflokki og 6 deildum í karlaflokki. Lið UDN er í 10. deild líkt og aðrir nýliðar og endaði keppni í 8. sæti af 10. Hópurinn hefur hist þó nokkrum sinnum í vetur, annað hvort á Laugum eða á Reykhólum, og spilað blak. Ákveðið var á síðasta hausti að stefna á mótið með sameiginlegt lið undir merkjum UDN.

 

Skemmst er frá því að segja að liðið stóð sig með stakri prýði og sýndi „snilldartakta“ á köflum.

 

Strax að þessu móti loknu er farið að huga að þátttöku á næsta móti sem haldið verður í Vestmannaeyjum að ári.

 

Í liði UDN þetta árið voru (í stafrófsröð): Andrea Björnsdóttir, Anna Margrét Tómasdóttir, Dísa Sverrisdóttir, Eygló Kristjánsdóttir, Freyja Ólafsdóttir, Ingibjörg Jóhannsdóttir og Margrét Ragnarsdóttir.

 

Þess má geta að tvö ungmennafélög bera nafnið Afturelding: Ungmennafélagið Afturelding í Reykhólahreppi og Ungmennafélagið Afturelding í Mosfellsbæ, þar sem mótið var haldið.

 

Ekki liggur fyrir hver er fremst á myndinni af kátu konunum sjö en líklega er það lukkutröllið. Smellið á myndina til að stækka hana. Nánari upplýsingum má koma í framfæri í athugasemdunum hér fyrir neðan.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31