Kátar konur á öldungamóti Blaksambandsins
Skemmst er frá því að segja að liðið stóð sig með stakri prýði og sýndi „snilldartakta“ á köflum.
Strax að þessu móti loknu er farið að huga að þátttöku á næsta móti sem haldið verður í Vestmannaeyjum að ári.
Í liði UDN þetta árið voru (í stafrófsröð): Andrea Björnsdóttir, Anna Margrét Tómasdóttir, Dísa Sverrisdóttir, Eygló Kristjánsdóttir, Freyja Ólafsdóttir, Ingibjörg Jóhannsdóttir og Margrét Ragnarsdóttir.
Þess má geta að tvö ungmennafélög bera nafnið Afturelding: Ungmennafélagið Afturelding í Reykhólahreppi og Ungmennafélagið Afturelding í Mosfellsbæ, þar sem mótið var haldið.
Ekki liggur fyrir hver er fremst á myndinni af kátu konunum sjö en líklega er það lukkutröllið. Smellið á myndina til að stækka hana. Nánari upplýsingum má koma í framfæri í athugasemdunum hér fyrir neðan.