Tenglar

6. september 2021 | Sveinn Ragnarsson

Katrín Jakobsdóttir minnist forföður á Reykhólum

Katrín Jakobsdóttir, mynd SBS
Katrín Jakobsdóttir, mynd SBS

Sigurður Bogi Sævarsson blaðamaður á Morgunblaðinu lætur sér fátt mannlegt óviðkomandi og er víðfróður um land og þjóð. Hann er oft á ferðinni vítt og breitt og tekur fólk tali, af því spretta fróðlegar og skemmtilegar greinar. Gefum honum orðið:

 

Gestagangur á Mogga í dag; okkar góði forsætisráðherra kom í heimsókn og hér er hún með leiksviðið í baksýn; sjálft Ísland. Vísaði fingri á Reykhóla fyrir vestan, þangað sem rætur liggja. Þar var Jón Thoroddsen (1818-1878) sýslumaður og sá var langlangafi Katrínar.

Sá skrifaði skáldsögurnar Piltur og stúlka og Maður og kona - já og samdi ljóðið Litfríð og ljóshærð. Katrín er kona menningar og mannvits; alltaf gaman að rabba við hana um daginn og veginn!

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30