Tenglar

30. ágúst 2017 | Sveinn Ragnarsson

Keðjuverkun af verðfalli sauðfjárafurða

Á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps þann 24. ágúst var samþykkt ályktun um stöðu sauðfjárræktar um þessar mundir. Það er ekki góð  staða þegar búið er að leggja í kostnað til undirbúnings framleiðslu næsta árs, að verðfall er á afurðum þessa árs og ekki horfur á að það sé endilega tímabundið.


 Ályktun sveitarstjórnar Reykhólahrepps um stöðu sauðfjárræktar: 

„Sveitarstjórn lýsir yfir áhyggjum af stöðu sauðfjárræktar vegna stórfelldrar lækkunar á afurðarverði til bænda.  Verði ekki brugðist við, leiðir það til þess að bændum fækkar. Það mun aftur hafa áhrif á önnur störf og samfélagið í heild, þar á meðal tekjur sveitarfélagsins. 

Sveitarstjórn minnir á að landbúnaðarstefnan er mótuð sameiginlega af bændum og stjórnvöldum við gerð búvörusamninga. 

Sveitarstjórn skorar á stjórnvöld að bregðast við tímabundnum vanda af ábyrgð og skilningi gagnvart þeim fjölskyldum sem nú horfa fram á missi stórs hluta tekna sinna.“


 

Fjölmargar sveitarstjórnir hafa ályktað í þessa veru, hér má sjá ályktun Kaldrananeshrepps.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31