Tenglar

30. ágúst 2014 | vefstjori@reykholar.is

Kemur á óvart hvað ætlar að teygjast úr sumrinu

Steinar Pálmason fyrir utan Álftaland.
Steinar Pálmason fyrir utan Álftaland.
1 af 2

Steinar Pálmason sem rekið hefur Gistiheimilið Álftaland á Reykhólum síðustu sjö árin segir að sumarið hafi verið ágætt og júlí og ágúst hafi aldrei verið eins góðir. „Það kemur mér á óvart hvað ætlar að teygjast úr sumrinu, það er búið að bóka út allan september,“ segir hann.

 

Um áttatíu prósent gestanna eru útlendingar, sem koma gegnum erlendar ferðaskrifstofur. „Meirihlutinn af þeim eru hópar í skipulögðum ferðum um Vestfirði og dveljast hér aðeins eina nótt og eru ýmist á leiðinni á Látrabjarg eða að koma þaðan.“

 

Í Álftalandi eru 22 svefnpláss, þar sem velja má um uppbúið rúm eða svefnpokapláss, og morgunverður er í boði. Gestirnir geta farið bæði í gufubað og heita potta án aukagreiðslu. Auk gistiherbergjanna er tjaldsvæði og aðstaða fyrir húsbíla þar á túninu.

 

Álftaland er opið allt árið og segir Steinar að ekki veiti af því í húsnæðisskortinum á Reykhólum. Þannig nefnir hann, að í Álftalandi búa fimm starfsmenn saltverksmiðjunnar Norðursalts á Reykhólum - annars væru þeir á götunni, segir hann.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31