Kennarar óskast við Reykhólaskóla
Laus er til umsóknar kennarastaða og staða tónlistarkennara í Reykhólaskóla, Reykhólahreppi skólaárið 2017 - 2018.
Grunnskólakennari:
Um er að ræða 100% starf umsjónarkennara á miðstigi eða unglingastigi, meðal kennslugreina er íslenska, stærðfræði og náttúrufræði .
Tónlistarkennari:
Um er að ræða 100% starf til að sjá um tónlistardeild - Reykhólaskóla.
Leitað er eftir fólki með góða skipulagshæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af teymisvinnu og samkennslu og áhugi á þróunarstarfi er mikilvæg. Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.
Reykhólaskóli á Reykhólum við Breiðafjörð er sameinaður grunnskóli og leikskóli með 72 nemendur á aldrinum 1 árs til 16 ára. Einkunnarorð skólans eru Vilji er vegur. Lögð er áhersla á skapandi starf og nám í gegnum leik.
Í Reykhólahreppi búa tæplega 280 manns, þar af 120 manns í þéttbýliskjarnanum á Reykhólum. Á staðnum er öll almenn þjónusta, verslun, glæsilegt íþróttahús og sundlaug. Fjölbreyttir útivistarmöguleikar og mikil náttúrufegurð.
Frekari upplýsingar gefur Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir skólastjóri í síma 849 8531 og 434 7731 eða í netfanginuskolastjori@reykholar.is. Umsóknum með ferilskrá og afriti prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur skal skila í netfangið skolastjori@reykholar.is. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknarfrestur er til 31. júlí 2017.