28. apríl 2020 | Sveinn Ragnarsson
Kennarastöður við Reykhólaskóla auglýstar
Auglýst er eftir kennurum við Reykhólaskóla, auglýsingin er hér með fréttinni og einnig undir Laus störf hér til vinstri.
Reykhólaskóli er leik- og grunnskóli á sunnanverðum Vestfjörðum. Grunnskólinn er fámennur, með þrjár bekkjardeildir 1.- 4. bekk, 5.-7. bekk og 8.-10.bekk og er nemendum kennt í samkennslu.
Mikil áhersla er lögð á góðan starfsanda meðal nemenda og starfsfólks og fjölbreytta kennsluhætti. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingum sem hafa áhuga á að vinna með börnum og hafa mikla hæfni í mannlegum samskiptum.