Tenglar

2. júlí 2014 | vefstjori@reykholar.is

Keppnin og kynningin Matarhandverk 2014

Verkefnahópurinn Matarhandverk 2014 hefur ákveðið að gefa áhugasömum frumkvöðlum og matarhandverksframleiðendum alls staðar af landinu kost á að koma á keppni og kynningu á gómsætu matarhandverki. Keppnin er opin handverksframleiðendum sem framleiða matvöru í smáum stíl úr eigin hráefni eða hráefni úr nærumhverfi framleiðslustaðar.

 

Markmið Matarhandverks er að stuðla að vöruþróun, auka sýnileika og efla gæðaímynd smáframleiðslu matvæla. Jafnframt bindur verkefnahópurinn vonir við að gera Matarhandverkssýninguna að árlegum viðburði, en fyrsta keppnin verður haldin á Patreksfirði 2.-3. október á komandi hausti.

 

Matarhandverk er eftir sænskri fyrirmynd Svenska Mästerskapen i Mathantverk, keppni sem hefur verið haldin í 17 ár við góðan orðstír. Haustið 2013 tóku 10 íslensk fyrirtæki þátt í henni og unnu til fernra verðlauna.

 

Á Matarhandverki 2014 verður keppni, fræðsluerindi og sölusýning:

  • Keppni milli matarhandverksframleiðenda þar sem framleiðendur fá hlutlaust mat á sína vöru og ábendingar um það sem betur mætti fara.
  • Keppnin veitir verðlaun fyrir framúrskarandi vörur sem dæmdar verða eftir bragði, útliti og handverki við framleiðsluna.
  • Keppnin verður kynnt á landsvísu og áhersla lögð á þann landshluta sem stendur að keppninni hverju sinni.
  • Fræðsluerindi verða flutt á sýningunni sem tengjast vöruþróun og matvælaframleiðslu.
  • Verslun/sölubás verður á staðnum þar sem framleiðendum matarhandverks gefst kostur á að selja vöru sína til gesta á sýningunni.
  • Sýningin er opin framleiðendum sem framleiða matvöru í smáum stíl úr eigin hráefni eða hráefni úr nærumhverfi framleiðslustaðar.
  • Sýningin er jafnframt opin þjónustuaðilum matvælageirans þar sem þeir geta kynnt sínar tæknilausnir, vörur og þjónustu.

 

Vinsamlegast svarið eftirfarandi spurningum og sendið inn athugasemdir í síðasta lagi 16. júlí á netfangið viktoria@atvest.is.

  1. Hefur þú eða fyrirtæki þitt áhuga á að taka þátt í matvælakeppni fyrir handverksframleiðendur?
  2. Hefur þú áhuga á skráningu á fyrirlestra og fræðslu Matarhandverks 2014?
  3. Hefur fyrirtæki þitt áhuga á að vera með vöru til sölu í verslun sýningarinnar?

 

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við Viktoríu Rán Ólafsdóttur í síma 451 0077 eða tölvupósti í netfangið viktoria@atvest.is.

 

Nánari upplýsingar I

Nánari upplýsingar II

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31