Tenglar

10. júlí 2014 | vefstjori@reykholar.is

Keppt í Vestfjarðavíkingnum í Reykhólasveit

Hafþór Júlíus Björnsson á Reykhólum fyrir tveimur árum.
Hafþór Júlíus Björnsson á Reykhólum fyrir tveimur árum.

Vestfjarðavíkingurinn, árleg keppni sterkustu manna landsins, hefst í dag og stendur fram á laugardag. Keppnin byrjar reyndar ekki á Vestfjarðakjálkanum heldur á Hellissandi núna í morgunsárið en síðdegis og í kvöld verða tvær greinar í Reykhólasveit. Fyrst við Bjarkalund kl. 17 þar sem keppt verður í bóndagöngu og síðan kl. 19 við Reykhólaskóla þar sem keppnin felst í því að jafnhatta steina. Líka var keppt í þeirri grein á Reykhólum fyrir tveimur árum.

 

Á morgun verður keppt í nokkrum greinum á Patreksfirði og Tálknafirði en keppninni lýkur í Búðardal á laugardag með trukkadrætti og steinatökum.

 

Keppendur eru tíu, þeir Ari Gunnarsson, Árni Bergmann, Birgir Guðnason, Daníel Gerena, Fannar Smári Vilhjálmsson, Georg Ögmundsson, Hilmar Skúlason, Páll Logason, Skúli Ármannsson og Úlfur Orri Pétursson.

 

Þetta er í 22. sinn sem Vestfjarðavíkingurinn er haldinn. Magnús Ver Magnússon hefur sigrað oftast eða 9 sinnum, en þegar hann hætti keppni sjálfur fyrir um átta árum tók hann að sér að sjá um keppnishaldið. 

 

Á myndinni er Hafþór Júlíus Björnsson, sem sigraði í keppninni fyrir tveimur árum, í sjónvarpsviðtali að lokinni keppni á Reykhólum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29