Tenglar

3. desember 2009 |

Keppt um verðlaunagrip eftir 42 ára hlé

Glímukappar að Laugum í Sælingsdal. Mynd: Vefur Dalabyggðar.
Glímukappar að Laugum í Sælingsdal. Mynd: Vefur Dalabyggðar.
Fjórðungsglíma Vesturlands fór fram að Laugum í Sælingsdal í Dölum um síðustu helgi. Það sætir tíðindum að keppni þessi var nú haldin eftir fjörutíu og tveggja ára hlé. Svæðið sem keppnin spannaði var Vestfirðingafjórðungur hinn forni, sem náði frá Hvalfjarðarbotni í Hrútafjörð, en á þessum vettvangi voru haldin glímumót áratugum saman. Fyrir skömmu fannst í geymslu á Akranesi verðlaunagripur sem keppt var um á glímumótum Vestfirðingafjórðungs en síðast var glímt um gripinn árið 1967.

 

Þrjú félög mættu til leiks að Laugum með 45 keppendur. Það voru Glímudeild Knattspyrnufélagsins Harðar á Ísafirði, Glímufélag Dalamanna og Glímudeild Ungmennafélagsins Skipaskaga á Akranesi. Lið Harðar sigraði en glímukappar úr Dölum náðu einnig góðum árangri á mótinu.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31