Tenglar

19. júlí 2016 |

Keypti upp smjörmótalagerinn í Króksfjarðarnesi

Frá sýningunni í Nesi. Smjörmót hægra megin. Myndina tók Sveinn Ragnarsson.
Frá sýningunni í Nesi. Smjörmót hægra megin. Myndina tók Sveinn Ragnarsson.

Þarna kennir ýmissa grasa. Sumt nokkuð kunnuglegt, og ekki nema von, því ég hef talsvert umgengist sumt af því fólki sem á þessa gripi. Mig langar að segja söguna af smjörmótinu. Veturinn ´76 -´77 var ég í skólanum á Reykhólum. Það var stundum skroppið í Nes og tekinn góður tími í að kaupa eitthvað fánýti. Einhvern tíma sýndi Halli mér tvö svona smjörmót. Voru búin að vera lengi til og hætt að selja heimagert smjör og því lítil von til að þau gengju út. Kostuðu 52 gamlar krónur stykkið. Semsagt 1,04 nýkr. Mikil listasmíð og ég keypti upp lagerinn án umhugsunar.

 

Annað mótið held ég hafi endað á Mávavatni og hitt örugglega heima í Fremri-Gufudal. Hvort þetta er annað þeirra veit ég ekki. Líklegt að þau hafi verið víðar til og kannski einhver hagleiksmaður í sveitinni sem smíðaði þau. Er ekki einhver sem getur upplýst það?

 

Ofanritað skrifaði Þröstur Reynisson í athugasemdadálkinn undir fréttinni um gamla muni úr héraðinu á sýningu í Króksfjarðarnesi. Vegna þess að fréttin var þá horfin niður af forsíðunni er þetta skemmtilega innlegg hans birt hér sérstaklega. Og ekki væri verra að fá svör við spurningunni í lokin.

 

Halli í Nesi

 

Athugasemdir

Ingibjörg, fimmtudagur 21 jl kl: 09:47

Þetta mót sem er á sýningunni er fyrsta smjörtöflumót KKK og smíðað af Sumarliða Guðmundssyni að því ég best veit.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31