Tenglar

10. júlí 2012 |

Kirkjan á Skálmarnesmúla er þolinmóð allt árið

1 af 2

Rétt eins og venjulega var góður og glaður og fagur dagur þegar embættað var á Skálmarnesmúla í Múlasveit þetta árið. Sr. Elína Hrund sóknarprestur messaði og kirkjusóknin var góð eins og ævinlega er - á þessum einstaklega afskekkta kirkjustað þar sem kirkjan meira en hálfrar aldar gamla bíður gesta þolinmóð og hljóð heilt ár hvert eitt sinn.

 

Áratugir eru liðnir síðan föst búseta lagðist af í Múlahreppi hinum forna. Landsfrægt varð þegar Ólafur Helgi Kjartansson þáverandi skattstjóri í Vestfjarðaumdæmi, síðar sýslumaður á Ísafirði og nú sýslumaður á Selfossi, auglýsti í blöðum eftir hreppstjóranum í Múlahreppi.

 

Þá var víst enginn með fasta löggilta búsetu í þeim hreppi Múlahreppi nema kirkjan, sem byggð var með miklu erfiði og áhuga á sjötta áratug liðinnar aldar þrátt fyrir engar vegasamgöngur.

 

Sjá hér og hér sitthvað um sögu kirkjunnar á Skálmarnesmúla og myndir frá messu sr. Elínar fyrir þremur árum þegar biskupinn herra Karl Sigurbjörnsson vísiteraði jafnframt.

 

Myndirnar sem hér fylgja tók Þorbjörg systir sr. Elínar af nokkrum hluta kirkjugesta um síðustu helgi, ekki náðust nærri allir með. Kirkjukaffið á eftir hjá þeim Þuríði og Finnboga var glæsilegt eins og endranær.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31