Tenglar

3. desember 2015 |

Kirkjan ómar öll – og miðborgin líka

Breiðfirðingakórinn 2015.
Breiðfirðingakórinn 2015.

Breiðfirðingakórinn á sitthvað fyrir höndum á aðventunni og hefur verið að undirbúa sig af kappi fyrir tónleika og skemmtilegheit. Fyrst syngur hann jólalög í Breiðfirðingabúð á Aðventudegi fjölskyldunnar kl. 14.30 núna á sunnudaginn, 6. desember.

 

Jólatónleikar kórsins verða í Fella- og Hólakirkju kl. 20 fimmtudaginn 10. desember. Þar ætlar hann að flytja gömul jólalög í bland við ný og koma þannig tónleikagestum í hátíðarskap.

 

Helgina 19.-20. desember mun kórinn ganga um miðborg Reykjavíkur og syngja á Laugavegi og Skólavörðustíg, í Bankastræti og Austurstræti og á Ingólfstorgi milli kl. 15 og 16 báða dagana.

 

Kórstjóri er Julian M. Hewlett, einsöngvari Íris Sveinsdóttir og meðleikari Guðríður St. Sigurðardóttir.

 

Miðaverð á jólatónleikunum í Fella- og Hólakirkju er kr. 3.000 við innganginn en kr. 2.500 í forsölu hjá kórfélögum. Frítt fyrir 14 ára og yngri.

 

Breiðfirðingabúð er að Faxafeni 14 í Reykjavík.

 

Félagar í Breiðfirðingakórnum

 

Vefur Breiðfirðingafélagsins

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30