8. desember 2021 | Sveinn Ragnarsson
Kjarnakonur í rúningi
Þær stöllur Heiða Guðný Ásgeirsdóttir og Marie Prebble sem sagt var frá hér á síðunni í fyrra, voru að ljúka mánaðar rúningsferð um landið fyrir nokkrum dögum.
Þær tóku af á nokkrum bæjum hér í Reykhólasveit og geta lesendur spreytt sig á að þekkja þá í myndasyrpunni sem er hér og var nappað af fb. síðu Heiðu Guðnýjar.
Það er óhætt að segja að þær hafa aflað sér mikilla vinsælda fyrir dugnað, framúrskarandi vinnubrögð og hispurslausa framkomu, þær taka sjálfar sig heldur ekki of alvarlega.