24. júlí 2010 |
Kjördagur í Reykhólahreppi
Kosningar til sveitarstjórnar Reykhólahrepps fara fram laugardag 24. júlí. Kosið er á skrifstofu Reykhólahrepps, Maríutröð 5a á Reykhólum. Kjörfundur hefst kl. 9 og stendur til kl. 18. Auglýsingu frá kjörstjórn má sjá hér.
Kosningarnar í Reykhólahreppi eru óbundnar þar sem kosning er ekki bundin við framboð. Allir kjósendur eru í kjöri nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrirfram skorast undan því. Þrjú hafa skorast undan endurkjöri í hreppsnefnd, þau Egill Sigurgeirsson, Karl Kristjánsson og Rebekka Eiríksdóttir.