28. október 2016 | Umsjón
Kjörfundurinn er á Reykhólum og stendur til kl. 18
Kjósendur í Reykhólahreppi skulu minntir á það, að kjörfundinum á morgun lýkur kl. 18. Víða í fjölmennari byggðum stendur kjörfundur hins vegar allt fram til kl. 22. Jafnframt skal minnt á það, að kosningin fer fram í Stjórnsýsluhúsinu (skrifstofum Reykhólahrepps) við Maríutröð á Reykhólum, en ekki í Bjarkalundi eins og í undanförnum þingkosningum. Hins vegar fóru tvennar síðustu kosningar til sveitarstjórnar fram á Reykhólum, sem og forsetakosningarnar í sumar.
Sjá nánar hér um kosninguna á Reykhólum