17. apríl 2013 | vefstjori@reykholar.is
Kjörskrá liggur frammi - athugasemdir óskast
Kjörskrá í Reykhólahreppi vegna kosninga til Alþingis liggur frammi á skrifstofu hreppsins á Reykhólum á skrifstofutíma fram á kjördag. Fólk er beðið að athuga hvort það er skráð á réttum stað á kjörskránni. Leiðrétt verður ef svo er ekki og athugasemdir gerðar í tæka tíð.
Kjörfundur í Reykhólahreppi verður í Bjarkalundi á kjördag, laugardaginn 27. apríl, frá kl. 10 til 18. Athugið, að kosningin fer ekki fram á Reykhólum.
Kosning utan kjörfundar í Reykhólahreppi verður hins vegar á skrifstofu hreppsins við Maríutröð á Reykhólum mánudaginn 22. apríl - sjá nánar hér.