Kjörsókn tæp 70% í Reykhólahreppi
Kjörfundur á Reykhólum hófst kl. 10 í morgun og lauk kl. 1810. Þá höfðu 116 kosið á kjörstað, 23 utankjörfundaratkvæði bárust, þannig að alls greiddu 139 atkvæði.
Á kjörskrá í Reykhólahreppi eru 201, kjörsókn var 69,2 %.
Mikil tölfræði er ávallt í tengslum við kosningar og er hún af ýmsum toga. 50. kjósandinn á Reykhólum var Indíana Ólafsdóttir, hún er fædd árið 1950, fólk fætt það ár er 67 ára, Inda er nr. 67 í kjörskránni.
Kaupmannshjónin Ása Fossdal og Reynir Róbertsson komu á kjörstað á virðulegum 55 ára gömlum Land/Rover og voru 99. og 100. kjósendurnir, og þannig vill til að í kjörskránni eru þau einmitt nr. 99 og 100!
Listafólkið okkar, Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir og Ingimar Ingimarsson mættu að sjálfsögðu hvort á sínum FARMAL ásamt mökum, Guðmundi Ólafssyni og Silvíu Kristjánsdóttur.