Tenglar

21. apríl 2009 |

Kjörstaður Reykhólahrepps verður í Bjarkalundi

Ein kjördeild verður í Reykhólahreppi við Alþingiskosningarnar á laugardag og verður kjörstaður í Hótel Bjarkalundi. Kjörstaður verður opnaður kl. 10 og verður lokað kl. 18 (sbr. þó 93. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 80/1987). Kjósendur athugi, að  nauðsynlegt er að hafa með sér persónuskilríki. Umrædd lagagrein er á þessa leið:

 

93. gr. Atkvæðagreiðslu má ekki slíta fyrr en 8 klukkustundir eru liðnar, frá því að kjörfundur hófst, og ekki fyrr en hálf klukkustund er liðin, frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Atkvæðagreiðslu má þó slíta, er allir, sem á kjörskrá standa, hafa greitt atkvæði, og eftir 5 klukkustundir, ef öll kjörstjórnin og umboðsmenn eru sammála um það, enda sé þá hálf klukkustund liðin frá því kjósandi gaf sig síðast fram.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31