25. apríl 2009 |
Kjósendur í Reykhólahreppi kjósa í Bjarkalundi
Ein kjördeild verður í Reykhólahreppi við Alþingiskosningarnar í dag og verður kjörstaður í Hótel Bjarkalundi. Kjörstaður verður opinn í átta klukkutíma eða frá kl. 10 til 18. Kjósendur athugi, að skylt er að hafa með sér persónuskilríki. Á kjörskrá í Reykhólahreppi eru 206 manns, þar af 111 karlar og 95 konur. Í Norðvesturkjördæmi eru 21.294 manns á kjörskrá, þar af 5.100 í vestfirskum sveitarfélögum.
Ítarlegar upplýsingar um kosningarnar núna og flest sem að þeim snýr, sem og úrslit fyrri kosninga og annan fróðleik, má finna á undirvef dómsmálaráðuneytisins, kosning.is.