Tenglar

11. júlí 2017 | Sveinn Ragnarsson

Kjósum íbúa ársins í Reykhólahreppi!

1 af 3

Íbúi ársins í Reykhólahreppi 2017 verður heiðraður núna á Reykhóladögum. Allir eru hvattir til að tilnefna þau sem þeim þykir hafa staðið upp úr á árinu og hafa sett svip á samfélagið. Nú er um að gera að horfa jákvæðum augum á tilveruna og taka eftir öllum þeim frábæru hlutum sem íbúar Reykhólahrepps hafa tekið sér fyrir hendur. Í tilnefningunni verður að koma fram hver er tilnefndur, fyrir hvað og hver tilnefnir. Tilnefningar sendist á tomstundafulltrui@reykholar.is. Tekið er við tilnefningum til 25.júlí kl. 22:00.

 

Í fyrra hlutu útnefningu Hlynur Þór Magnússon og Ingibjörg Kristjánsdóttir. Þau hafa sem kunnugt er sinnt ólíkum störfum, Hlynur með umsjón þessarar vefsíðu og ritstörfum af ýmsu tagi og Ingibjörg héraðshjúkrunarfræöingur.

 

 Bæði hafa þau lagt meira í sín störf en starfslýsing beinlínis kveður á um, og  samfélagið notið góðs af í ríkum mæli.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31