Tenglar

1. desember 2015 |

Kjötframleiðslan minnkar um 110 tonn

Mynd: bbl.is.
Mynd: bbl.is.
1 af 2

Heldur færri lömbum var slátrað í haust en á árinu 2014 og meðalvigt var aðeins minni. Það veldur því að kindakjötsframleiðslan verður um 110 tonnum minni en í fyrra. Upplýsingar kjötmats Matvælastofnunar um sauðfjárslátrun í ágúst til október 2015 sýna að 531.481 lambi var slátrað á þessu tímabili. Er það liðlega fimm þúsund lömbum færra en á sama tímabili í fyrra. Jafnframt kemur fram að út úr slátruninni hefur komið liðlega 150 tonnum minna af kjöti en árið áður.

 

Þetta kemur fram í frétt Helga Bjarnasonar í Morgunblaðinu í dag. Þar segir einnig:

 

Þess ber þó að geta að í þessar tölur vantar slátrun hjá SS á Selfossi fyrstu vikuna í nóvember. Svo vill til að talsvert fleiri lömbum var slátrað eftir mánaðamót hjá SS en í fyrra og skekkir það tölurnar. Þannig hefur sláturlömbum hjá félaginu aðeins fækkað um tæp 900, þegar á heildina er litið. Kjötmagnið sem færist á milli tímabila leiðir til þess að heildarframleiðslan minnkar um 110 tonn frá fyrra ári en ekki 154 tonn.

 

Meðalfallþungi lamba var 16,19 kg. Það er heldur minna en í fyrra þegar meðalvigtin náði áður ókunnum hæðum, 16,33 kg. Eigi að síður er meðalvigtin í haust með því mesta sem sést hefur. Holdfylling skrokkanna var að meðaltali 8,76 kg sem er meira en nokkru sinni. Tíðarfari var misskipt á landinu í vor og sumar. Kemur það einkum fram í minni meðalvigt og holdfyllingu lamba á austanverðu Norðurlandi og Austurlandi.

 

Sjá einnig: Besta holdfylling sláturlamba sem sést hefur

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29