Tenglar

10. janúar 2013 | vefstjori@reykholar.is

Klettsháls: Flest komið í lag eða að komast í lag

Guðmundur Ólafsson uppi í rafmagnsstaur að leggja síðustu hönd á verkið.
Guðmundur Ólafsson uppi í rafmagnsstaur að leggja síðustu hönd á verkið.
1 af 2

Viðgerð á raflínunni yfir Gufudalsháls milli Gufufjarðar og Kollafjarðar lauk síðdegis í gær. Þá kom inn á Klettshálsi á nýjan leik gsm-samband og sendingar tóku að berast frá sjálfvirku veðurstöðinni þar. Hins vegar berast ekki myndir frá vefmyndavél Vegagerðarinnar, að minnsta kosti ekki þessa stundina*), og Tetra-öryggissambandið kom ekki inn vegna tækjabilunar. Samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni núna rétt fyrir hádegið voru viðgerðarmenn að sunnan komnir í Djúpafjörð á leiðinni á Klettsháls og reiknað með því að sambandið yrði komið innan klukkutíma.

 

Sex staurar í línunni yfir Gufudalsháls fyrir ofan Galtará í Kollafirði brotnuðu í óveðrinu um daginn. Viðgerðarflokkur Orkubús Vestfjarða frá Hólmavík annaðist viðgerðina. Myndirnar sem hér fylgja tók Þórarinn Ólafsson í Stekkjarlundi í Reykhólasveit síðdegis í gær þegar Guðmundur Ólafsson á Litlu-Grund var að spennusetja línuna, eins og kallað er.

 

*) Viðbót kl. 13: Núna berast myndir frá vefmyndavélinni á Klettshálsi.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31