Tenglar

1. september 2011 |

Kökuskreytingar og mósaíknámskeið í Búðardal

Símenntunarstöðin á Vesturlandi gengst í þessum mánuði og um næstu mánaðamót fyrir tveimur námskeiðum sem haldin verða í Auðarskóla í Búðardal, öðru í kökuskreytingum og hinu í mósaíkgerð. Fyrrnefnda námskeiðið er fyrir þá sem vilja læra að galdra fram fallega skreyttar kökur og þar er innifalin sílikonmotta af stærðinni 39 x 30 cm. Á hinu síðara verður búinn til lampi úr sérhönnuðu gleri til mósaíkgerðar og þátttakendur hanna sjálfir mynstur á lampann.

 

Kökuskreytinganámskeiðið verður þriðjudagskvöldið 20. september kl. 19-22. Leiðbeinandi er Stefanía Sara Jónsdóttir. Verð kr. 8.900. Myndin sem hér fylgir tengist þessu námskeiði ekki með beinum hætti.

 

Mósaíknámskeiðið verður föstudagskvöldið 30. september kl. 19-22 og laugardaginn 1. október kl. 10-14. Leiðbeinandi er Anna Dóra Ágústsdóttir smíðakennari. Verð kr. 11.900.

 

Fjöldi þátttakenda á námskeiðunum er takmarkaður. Skráning í síma 437 2390 eða í tölvupósti í netfanginu skraning@simenntun.is. Minnt er á styrki úr fræðslusjóðum verkalýðsfélaganna.

 

Mörg fleiri námskeið verða á næstunni á vegum Símenntunarstöðvarinnar á Vesturlandi. Þau verða á ýmsum stöðum á Vesturlandi en hér er aðeins getið sérstaklega þeirra sem haldin verða í Búðardal.

 

Sjá að öðru leyti vef Símenntunarstöðvarinnar.

 

Athugasemdir

Hanna Lára, fstudagur 02 september kl: 08:57

Vá ég væri til í mósaík námskeiðið :)

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31