Tenglar

28. september 2011 |

Kökusölubannið: Kvenfélög leita annarra leiða

Viðsjárvert getur verið að leggja sér heimabakaðar kleinur til munns.
Viðsjárvert getur verið að leggja sér heimabakaðar kleinur til munns.

„Við getum sagt að við höfum haldið að okkur höndum síðan þetta mál kom upp“, segir Guðlaug Elíasdóttir, formaður Sambands vestfirskra kvenna, í samtali við bb.is á Ísafirði. Þar á hún við það umtalaða mál þegar heilbrigðisfulltrúar hindruðu ekki alls fyrir löngu sölu á kökum sem bakaðar höfðu verið í heimahúsum og ætlunin var að selja í góðgerðaskyni. Slíkt hafði verið stór þáttur í fjáröflun kvenfélaga og fleiri félaga hérlendis í heila öld eða meira. Afrakstur af kökubösurum og kaffisölu kvenfélaganna rann óskiptur til heilbrigðis-, mannúðar-, menningar-, jafnréttis-, uppeldis- og fræðslumála.

 

Vegna þeirrar hættu sem stafað getur af neyslu þess sem íslenskar húsmæður baka á heimilum sínum þurfa kvenfélög nú að leggja höfuðið í bleyti og finna aðrar fjáröflunarleiðir. Þetta er þó ekki í fyrsta skiptið sem kvenfélögin þurfa að finna nýjar leiðir til að afla fjár. Að sögn Guðlaugar var sala afskorinna blóma eitt sinn mjög góð fjáröflunarleið en svo er ekki lengur því að nú fást þau í flestum stærri matvöruverslunum.

 

Samkvæmt lögum um matvæli er ólöglegt að baka heima og selja kökurnar í góðgerðaskyni. Stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot á lögunum skulu auk sekta varða fangelsi allt að fjórum árum. Stórfellt ásetningsbrot verður að telja ef heilt kvenfélag tekur sig saman og selur heimabakaðar kökur.

 

Athugasemdir

Kristín, mivikudagur 28 september kl: 14:08

En er ekki hægt að fá að fara inn í samþykkt eldhús? Td í skólum eða félagsheimilum. Matís er með aðstöðu sem er hægt að leigja á Flúðum og Höfn. Eru þá ekki mötuneytiseldhús ásættanleg. Stemning að mæta þar og steikja fjall af kleinum eða baka saman hópur af fólki.

Guðrún, mivikudagur 28 september kl: 16:07

Sveitafélög væru jafnvel tilbúin að leifa notkun á skólaeldhúsum, mötuneytum eða öðru sem fellur undir ásættanlegt eldhús.

Lára Hanna, mivikudagur 28 september kl: 16:23

Ég leyfi mér að skora á öll kvenfélög á landinu og aðra þá, sem afla fjár til góðra mála með óeigingjarnri sjálfboðavinnu að halda sínu striki og baka og selja þrátt fyrir meint bann.

Í ljós hefur nefnilega komið að þetta bann er vægast sagt byggt á hæpnum túlkunum á lögum eða reglugerðum og yrði vísast ógerningur fyrir yfirvöld að ætla að dæma einn eða neinn á forsendum þeirra.

Um víða veröld, m.a. í Evrópusambandslöndum, tíðkast alls konar matarbasarar og götusala - bæði sem lifibrauð og góðgerðarstarfsemi.

Vandana Shiva, sem var í viðtali í Silfri Egils á sunnudaginn sagði þetta í fyrirlestri sínum um heimabakstur og götusölu:

http://www.youtube.com/watch?v=MwNO3-La_Hs

Á Indlandi er verið að bannfæra ferska matvöru, banna sölu á heimabakstri og götusölu, sem er inngróin menningarheimi Indverja - ekkert má selja nema í álumbúðum. Þarna eru stórfyrirtæki og álbræðslur vísvitandi að skapa gerviþörf fyrir ál til þess að geta haldið áfram að græða á kostnað heilu samfélaganna.

Þetta er rétt hjá Vandönu Shiva og nægir að nefna lyf, sem sjást varla lengur í lyfjaglösum heldur er þeim nú æ oftar pakkað inn í álþynnur.

Áfram kökubasarar og kvenfélög!

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31