Tenglar

9. júní 2010 |

Kolla á hreiðri við fætur krana og manna

Æðarfuglinn hefur löngum verið annálaður fyrir spekt gagnvart manninum og amstri hans. Það gildir vissulega um æðarkolluna sem gerði sér hreiður á bryggjukantinum við Staðarhöfn í Reykhólasveit. Þar hafa undanfarið þeir félagar Guðlaugur Theódórsson og Dalli (Guðjón D. Gunnarsson) verið að vinna við að setja niður flotbryggju ásamt landgangi og meðal tóla þeirra og tækja voru loftpressa og stór krani, en fætur hans má sjá á myndinni. Kollan lét umsvif þessi ekkert á sig fá og virtist ekki óttast þau hið minnsta og lá sem fastast á hreiðrinu.

 

Raunar telur Dalli að jafnvel þyki æðarfuglinum öryggi í návist mannsins. Vargurinn - ránfugl og tófa - kemur þá að minnsta kosti ekki á meðan.

 

Myndina tók Ása Stefánsdóttir í Árbæ af vinkonu þeirra Guðlaugs og Dalla. Smellið á myndina til að stækka hana.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30